Mynd vikunnar

Ljósmynd: Þórdís Tryggvadóttir
Ljósmynd: Þórdís Tryggvadóttir

Ljósmyndasafn Skagastrandar (myndasafn@skagastrond.is) inniheldur nú um 19.500 myndir af ýmsum toga sem allar tengjast Skagaströnd á einn eða annan hátt. Ljósmyndarar, sem eiga myndir í safninu, eru rúmlega 80 auk nokkurra mynda af jólakortum eftir marga af fremstu listamönmnum þjóðarinnar. Safnið óskar eftir að fá lánaðar myndir frá fólki til að auka við safnið. Myndirnar geta verið á filmum, pappír eða stafrænar t.d. á USB kubbi og fullum skilum er heitið á öllu efni sem safninu berst. Mikilvægi  ljósmyndasafnsins eykst með hverju ári sem líður því þar er saga bæjarins okkar geymd og aðgengileg öllum sem hana vilja kynna sér.
Megir þú njóta gleði og friðar um jólahátíðina og nýtt ár verði þér og þínum farsælt og gleðiríkt.

Ljósmyndasafn Skagastrandar