Mynd vikunnar

Ljósmynd: Skagaströnd - safn
Ljósmynd: Skagaströnd - safn

Þessa mynd tók Geir G. Zöega (d.4.1.1959) vegamálstjóri 1918 - 1956. Myndin sýnir byggingu brúar sem byggð var yfir Laxá í Refasveit 1924 - 1927, ca 100 metrum neðan við þá sem nú er notuð (2022). Nú er verið að byggja enn aðra brú á nýjum Skagastrandarvegi töluvert neðar en þessi brú stendur. Eins og sjá má var þessi brú byggð með handafli því vélar voru ekki mikið komnar til sögunnar þegar það var gert. Staðsetning hennar var valin með það í huga að hafið yfir ána væri sem styst. Brekkur voru að henni beggja vegna og beygjur. Þess vegna gat verið erfitt að komast inn á hana í mikilli hálku og af henni upp brekkuna, sérstaklega að norðanverðu. Í dag eru fjórar brýr í notkun á Laxánni. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar