Mynd vikunnar

Ljósmynd: Óþekktur ljósmyndari
Ljósmynd: Óþekktur ljósmyndari

Þarna sést Hafnarhúsið með tunnum hlaðið upp við vesturhlið þess. Auk þess sjást bátar við bryggju sem var suður af frystihúsinu (nú H59). Hafnarhúsið var seinna flutt á þann stað sem það er í dag. Myndin er tekin eftir 1935 því þá var Hafnarhúsið byggt en fyrir 1945 því þá var það flutt á núverandi stað. Bryggjan í forgrunni var byggð 1922 af sjó- og verkamönnum á Skagaströnd, sem gáfu vinnu sína í þetta framfaramál, en Verslunarfélag Vindhælinga skaffaði efni sem til þurfti. Engin ummerki sjást í dag eftir bryggjuna. 

Ljósmandasafn