Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ingibergur Guðmundsson - safn
Ljósmynd: Ingibergur Guðmundsson - safn

Kristján Guðmundsson (d.16.4.1979), bóndi í Háagerði, við heyskap á túninu við bæinn með tvo hesta beitta fyrir. Kristján er búinn að raka heyinu saman í garða, líklega með hesta-múavél, og er að láta hestana sína draga fjöl, sem hann stendur á, til að safna heyinu saman í sátu. Myndin var líklega tekin sumarið 1965.  Í dag er þarna braut 7 á golfvellinum - Hágerðisvelli. 

Ljósmyndasafn