Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Karitas Laufey Ólafsdóttir, sem  lést 15. október, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstudaginn 25. október klukkan 14:00.

 Karitas var hlédræg og hljóðlát kona sem barst ekki mikið á. Hún var seintekin en einstaklega traustur vinur þeirra sem öðluðust vináttu hennar. Kaja var blíðlynd og glaðsinna kona sem helgaði fjölskyldunni og heimilinu krafta sína alla tíð. Hún hafði unun af að hafa hreint og fínt í kringum sig og vera vel til fara. Bókhneigð og hafði gaman af allri ræktun eins og blómin hennar báru glöggt vitni um. Þeim sinnti Kaja af sömu umhyggjunni og hún sýndi börnum sínum og vinum. Á síðara skeiði æfinnar bjó hún við þá fötlun að vera heyrnarlaus og átti þá í nokkrum erfiðleikum með að hafa samskipti við annað fólk.

Nú, þegar Kaja flytur inn í ljósið með blómin sín og brosið, samhryggjumst við börnum hennar og vinum sem sjá á bak  góðri, traustri og glaðsinna konu.