Mynd vikunnar

Ljósmynd: Jósef H. Sigurðsson
Ljósmynd: Jósef H. Sigurðsson

Sigurður Magnússon (d.2.8.2002) var verkstjóri í frystihúsi Hólaness hf um langt árabil. Eitt af skyldustörfum verkstjórans var að greiða fólki út laun fyrir vinnu sína. Þegar þessi mynd var tekin 1965, fékk fólk útborguð laun sín í peningum í umslagi. Þá þurfti Sigurður að telja seðla og smámynt í umslag hvers og eins og allt þurfti auðvitað að stemma. Þetta var fyrir tölvuöld og bankar voru fjarlægar stofnanir á Skagaströnd. Þessa "aukavinnu" vann Sigurður heima hjá sér í Hólaneshúsinu eftir langan dag í frystihúsinu.