Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Jón Sveinn Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, lést 6. september síðast liðinn

Jón var hæglátt prúðmenni og ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hann var snyrtilegur og ljúfur í umgengni, húmoristi sem aldrei lagði illt til nokkurs manns. Hann var rólegur og yfirvegaður og lét erfið verkefni ekki stressa sig heldur gaf sér tíma til að finna rétta lausn á hverju máli. Jón var mikill fjölskyldumaður og bar ávallt hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti.

Nú þegar Jón hefur för sína inn í ljósið sendum við aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Útför Jóns Sveins Pálssonar fer fram frá Blönduóskirkju miðvikudaginn 20. september klukkan 14:00.