Mynd vikunnar

Í lúkarnum á Vísi Hu 10
Í lúkarnum á Vísi Hu 10

Stund milli stríða í lúkarnum á Vísi Hu 10. Frá vinstri: Sigurður Árnason (d.26.3.2013) skipstjóri, Jósef Stefánsson (d.9.12.2001) og Bernódus Ólafsson (d.1.9.1996) hásetar. Myndin var tekin á hafísárinu 1965. Vísir var mældur 15,7 brl. en þennan ísavetur fiskuðu þeir vel í netin og komu m.a. einu sinni með um 20 tonn í land. Vísir var seldur til Bíldudals í júní 1968 en hann fórst svo með tveimur mönnum í mynni Arnarfjarðar 25. febrúar 1980. (heimild: Sjósókn frá Skagaströnd & vélbátaskrá 1908 - 2010, eftir Larus Ægi Gumundsson.)