Mynd vikunnar

Ljósmynd: Skagaströnd - safn
Ljósmynd: Skagaströnd - safn

Þessi mynd var tekin af framkvæmdum við Skagastrandarhöfn 1934. Búið er að leggja veg á uppfyllingu út í Spákonufellsey en hún hefur verið brotin niður að hluta og grjótið notað í uppfyllingu undir höfnina sjálfa. Grjótið í uppfyllinguna var sprengt úr Höfðanum eins og þekkt er. Á myndinni er verið að vinna við að steypa varnarvegg vestan við veginn út á fyrirhugað hafnarsvæði. Það er áhugavert að bera þessa mynd saman við hvernig höfnin lítur út í dag. Myndin hefur líklega verið tekin af Einbúanum.