Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Ólafsson og Eygló Gunnarsdóttir
Ljósmynd: Guðmundur Ólafsson og Eygló Gunnarsdóttir

Ekki er vitað með vissu hvenær þessi mynd var tekin en sennilega hefur það verið 1947. Á þessum vörubíl, sem er rækilega merktur á hurðunum, stundaði Engilbert Óskarsson (d.13.9.1982) í Skálholti vöruflutninga jafnvel milli Reykjavíkur og Skagastrandar. Seinna fékk hann sér stærri bíl með flutningskassa til að stunda þá flutninga. Maðurinn sem stendur hjá bílnum með kaskeitið er Engilbert en hinn maðurinn er óþekktur. Flutningurinn á bílnum er stór blásari sem notaðir var í síldarverksmiðjunni. Í baksýn sér í gamla kaupfélagið og annan trukk með sams konar farm.