Jónas Skaftason
Jónas Skaftason frá Dagsbrún á Skagaströnd 
lést 17. nóvember síðastliðinn, 76 ára að aldri. 
Jónas var einn af þeim sem trúðu á sjálfan sig í lífinu og gekk sína götu, 
sannfærður um að vera á réttri leið, hvað sem öðrum fannst. 
Oft var hann með storminn í fangið en hélt alltaf ótrauður áfram, teinréttur, 
þrátt fyrir að stundum hefði kannski verið auðveldara að beygja af leið. 
Jónas bjó lengst af á Skagaströnd eða Blönduósi og var einn af þessum 
mönnum sem setti svip á bæinn þar sem hann átti heima hverju sinni. 
Samúð okkar er hjá börnum hans og öðrum aðstandendum sem nú 
kveðja mann sem ávallt sópaði af. 
Útför Jónasar fer fram í kyrrþey.