Á jólaballi![]()
Myndin var sennilega tekin á  jóla- barnaballi í Tunnunni upp úr 1960. 
Þá sátu ballgestir á bekkjum meðfram veggjunum sitt hvoru megin í 
salnum, gjarnan strákar öðru megin og stelpur hinum megin. 
Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Kristinsson úr Héðinshöfða, 
Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) kennari í Röðulfelli, 
Örn Berg Guðmundsson (Assi) úr Höfðabrekku, Árni Ingibjörnsson á 
Hólabraut, Rúnar Ingvarsson á Bogabraut, Ísleifur Þorbjörnsson í Akurgerði, 
Jóhannes Pálsson (d.23.11.1986) á Bogabraut, Guðmundur Guðmundsson í 
Skeifunni, Sævar Hallgrímsson í Bragganum, Bergur Þórðarson í Herðubreið, 
Eðvarð Ingvason (d.29.5.2011) í Valhöll og Ómar Jakobsson í Grund.