Mynd vikunnar

Snjómokstur
Um árabil var skíðalyfta rekin í suðurhlíðum Spákonufells. 
Umhirða lyftunnar og að halda henni opinni var í höndum skíðadeildar 
umf Fram en í deildinni voru áhugamenn um skíðamennsku. 
Stundum kom fyrir að það snjóaði það mikið að vír lyftunnar 
snjóaði á kaf og þá var ekki um annað að ræða en að moka hann upp
með handafli svo hægt væri að opna lyftuna. 
Þessi mynd var tekin í einu af þessum tilvikum. 
Her manns er að moka upp vírinn en oftar en ekki þurfti að moka 
mannhæðardjúpt eftir vírnum þar sem dýpst var. 
Þá var ekki nóg að moka einn skurð heldur þurfti að moka tvo, 
annars vegar vírinn á leið upp og hins vegar vírinn á leið niður. 
Á þessari mynd má þekkja Ingiberg Guðmundsson næst okkur og 
Magnús B. Jónsson næst honum en aðrir á myndinni eru óþekktir.