Mynd vikunnar

Reyklaus framtíð
Tóbaksvarnaráð Íslands hélt samkeppni í nokkur ár meðal 8. bekkinga 
á landinu um besta áróðurefnið gegn tóbaksreykingum.  
8. bekkir Höfðaskóla sigruðu tvisvar í þessari keppni en verðlaunin voru vikuferð til Danmerkur. 
Þessir nemendur sigruðu árið 2001 með áróðursspjöldum og bæklingi sem borinn var í hús 
á Skagaströnd. Krakkarnir fóru síðan í skemmtilega ferð til Danmerkur í framhaldinu. 
Krakkarnir eru, frá vinstri: Ásdís Adda Ólafsdóttir, Hanna Rúna Gestsdóttir, 
Rósa Björk Blöndal Einarsdóttir, Katrín Inga Hólmsteinsdóttir, Albert Ingi Haraldsson, 
Jóna Gréta Guðmundsdóttir, Friðvin Ingi Ernstsson, Eyþór Kári Egilsson, 
Björn Viðar Jóhannsson, Sindri Njáll Hafþórsson og Kristinn Andri Hjálmtýsson.