Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Umferðarfræðsla er einn þáttur sem farið er yfir í skólanum. Þar er lögð mikil áhersla á hjálmanotkun krakka á reiðhjólum og hlaupahjólum. Stundum hefur einhvert fyrirtæki gefið hópi yngri nemenda reiðhjólahjálm og þessi mynd er frá einni slíkri hjálma-afhendingu 1996 eða 1997. Lögreglan er gjarnan fengin til að afhenda hjálmana eða a.m.k. vera viðstödd til að auka áhrifamáttinn. Á þessari mynd eru frá vinstri, í fremri röð: Þröstur Líndal kennari og húsvörður, Ástrós Villa Vilhelmsdóttir, Ragnar Már Björnsson, Arís Eva Vilhelmsdóttir, Alma Eik Sævarsdóttir, Helga Dögg Jónsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir og Bára Þorvaldsdóttir kennari. Aftari röð frá vinstri: Hermann Ívarsson lögreglumaður, óþekktur Óskarsson?, Brynja Hödd Ágústsdóttir, Marinó Freyr Jóhannesson, Sunna Gylfadóttir, óþekkt, Ágústa Lóa Jóelsdóttir og Steinar Orri Hafþórsson. Ef þú þekkir óþekktu nemendurna vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.