Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Guðnason

Bylting hefur orðið á vinnubrögðum í sambandi við heyskap bænda á síðustu áratugum. Á myndinni má sjá heyskap upp á gamla mátann. Myndin var tekin á Vesturá í Laxárdal sem var heimili Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) en fjölskylda hans bjó í dalnum á nokkrum bæjum áður en þau fluttu að Ægissíðu á Skagaströnd. Á myndinni er Guðmundur að teyma heim hesta með heybagga á klökkum. Á þennan hátt var heyið flutt heim að fjárhúsum af engjum sem gátu verið langt frá bænum. Oft voru þá krakkar og liðléttingar notaðir til að teyma hestana á milli.