Mynd vikunnar

Ljósmynd: Þórður Jónsson
Ljósmynd: Þórður Jónsson

Hér bregða þeir á leik, vinirnir Sigurður Skagfjörð Bjarnason til vinstri og Lárus Ægir Guðmundsson til hægri, árið 1963. Báðir eru þeir miklir Skagstrendingar í sér og vilja hag Skagastrandar sem mestan. Þessa mynd af þeim félögum tók Þórður Jónsson (d.25.12.2009) fyrir utan gamla útibúið sem stóð nokkurn veginn þar sem suð- vestur horn skólalóðarinnar er í dag. Útibúið var timburhús og þjónaði sem verslunarútibú frá Kaupfélagi Skagstrendinga í innbænum en aðalverslunin var í gamla kaupfélaginu við Einbúann.