Mynd vikunnar

Sigurlaug Helgadóttir
Ljósmynd: Héraðsskjalasafn A-Hún
Sigurlaug Helgadóttir
Ljósmynd: Héraðsskjalasafn A-Hún

Á myndinni er Sigurlaug Helgadóttir (d.21.10.2009) frá Skagaströnd. Sigurlaug var gift Gunnari Grímssyni (d.11.9.2003) kaupfélagsstjóra á Skagaströnd 1937-1955.

Í vikublaðinu "Víðir", sem gefið var út í Vestmannaeyjum frá 1928 og næstu áratugina á eftir, var eftirfarandi frétt í 27. tölulaði 18. júní 1938:

"Stórkostlegt bílslys"
"Föstudaginn 10. þ.m. var mjög ægilegt bílslys við Blönduóssbrúna. Bíllinn fór út af trébrú, sem er norðan við Blönduóssbrúna, og féll niður 8 - 10 metra hæð í gil og brotnaði mikið.
Fimm manns voru í bílnum : Gunnar Grímsson kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og kona hans Sigurlaug Helgadóttir. Meiddust þau bæði mjög mikið, og er konunni varla hugað líf. Skemmdist hún svo innvortis, að gera varð á henni holskurð strax.
Gerði hann P.V. G. Kolka héraðslæknir með aðstoð Torfa Bjarnasonar héraðslæknis á Hvammstanga.
Auk hjónanna voru í bílnum tvö systkyni Sigurlaugar: Laufey Helgadóttir með barn sitt tveggja ára gamalt, og bílstjórinn Óskar Helgason.
Orsök slyssins er talin ólag, sem verið hafi á bílnum, einkum bensígjöfinni. Hafi skyndilega komið svo mikið bensín inn á vélina, að bílstjórinn réð ekki við bílinn, og rann hann á trégirðinguna og út fyrir".

Ef einhver á mynd af þessari umræddu brú væri gaman að fá hana lánaða til að setja út á netið.