Mynd vikunnar

Ljósmynd: Héraðsskjalasafn A-Hún
Ljósmynd: Héraðsskjalasafn A-Hún

Þessi mynd af síldarsöltun á Skagaströnd var tekin einhverntíma á árunum 1935 - 1943. Stóra húsið á myndinni miðri er Hafnarhúsið sem var fært 1943 -1944 á núverandi stað ofan við Skúffugarð til að hægt væri að reisa síldarverksmiðjuna á lóðinni. Litli skúrinn vinstra megin við Hafnarhúsið var tvöfalt salerni (kamar) sem byggt var þannig að afurðirnar, sem skilað var þar, fóru beint í sjóinn fyrir neðan. Eins og sjá má hefur umhverfi hafnarinnar, og henni sjálfri, verið breytt mjög mikið með landfyllingum og viðleguköntum síðan myndin var tekin.