Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Viggó Brynjólfsson lést fimmtudaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju laugardaginn 13. mars klukkan 13:00

Glaður og gefandi, sívinnandi með breitt bros, þannig var Viggó Brynjólfsson. Hann var ljúfmenni, sem hafði yndi af tónlist og dansi, ávallt tilbúinn í glens og grín. Takkarnir á harmónikunni voru stórum höndum hans jafn töm og stjórntæki stærstu vinnuvéla, sem hann stjórnaði af nákvæmni og kunnáttu. Börnin hans, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn áttu stóran sess í hjarta þessa aldraða öðlings. Allt þetta fólk býr nú að minningum um góðan og hjálpsaman fjölskylduföður, sem er að hefja ferðina inn í ljósið. Samúð okkar er hjá þessu fólki.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina en hægt er að nálgast streymi frá athöfninni á facebook síðu Skagastrandarprestakalls.