Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Þessar konur stofnuðu þrjú fyrirtæki undir sama þaki á Iðavöllum og ráku þar í nokkur ár. Myndin var tekin þegar þær opnuðu fyrirtækin í desember 2000. Neðst situr Björk Sveinsdóttir sem opnaði tískufataverslun á loftinu, Birna Sveinsdóttir er í miðið en hún opnaði snyrtistofu í hluta jarðhæðarinnar og efst situr Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir sem opnaði hárgreiðslustofu í öðrum hluta jarðhæðarinnar.