Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ragnar S. Ingvarsson - safn
Ljósmynd: Ragnar S. Ingvarsson - safn

Fiskur út um allt dekk á síðutogaranum Arnari HU 1 einhverntíma kringum 1970. Eins og sjá má var vinnuaðstaðan ekki merkileg því það þurfti að beygja sig eftir hverjum fiski, blóðga og gera að honum og koma honum í þvottakarið. Þaðan rann hann niður í lest þar sem hann var ísaður í stíum. Karlarnir, sem eru í keng í aðgerðinni, eru óþekktir. Á þessum tíma var aflanum svo landað á Skagaströnd til vinnslu í frystihúsi Hólaness hf.