Námstyrkir til nemenda

Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd skv. ákvörðun sveitarstjórnar.

Námsstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi nema 30 þús. kr. skólaárið 2020-2021 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.

Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsin. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl.

Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Reglur um styrkina má finna hér.

Umsókn um styrk má finna hér.

Sveitarstjóri