Sigur í stuttmyndakeppni á landsvísu

Mynd fengin að láni frá heimasíðu Höfðaskóla
Mynd fengin að láni frá heimasíðu Höfðaskóla
Í nóvember stóð yfir stuttmyndakeppni á landsvísu fyrir 8. -10. bekkinga og var þemað kvikindi í hvaða formi sem er. Nemendur unglingastigs unnu með ævintýraþema í nóvember og þótti tilvalið að hafa eitt verkefnið sem stuttmynd sem væri þá hægt að skila inn í keppnina. Alls sendu nemendur Höfðaskóla 4 stuttmyndir í keppnina. Í dag voru úrslit kynnt og þær Arnrún Hildur, Helga Margrét, Ísabella Líf, Karen Líf og Sóley Sif sigruðu keppnina með myndinni Gilitrutt. Við óskum þeim kærlega til hamingju með sigurinn.


Hér er slóð á myndbandið þar sem úrslit voru kynnt og þar má sjá sigurmyndina.
https://veita.listfyriralla.is/verdlaunaafhending/

Hér er svo slóð þar sem hægt er að sjá þær þrjár myndir sem urðu efstar:

https://veita.listfyriralla.is/verdlaunahafar/