Skoðanakönnun um mögulegar sameiningarviðræður

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Hafi íbúar áhuga á að sameiningarviðræður fari fram, er stefnt að því að kosið verði um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022.

Áður en til þess kemur myndi fara fram almenn kynning og umræða eins og lög gera ráð fyrir við sameiningarviðræður.

Tilgangur þessa kynningarrits er að veita íbúum grunnupplýsingar til að geta tekið afstöðu í skoðanakönnuninni. 

Athygli er vakin á því að íbúar geta sent sveitarstjórnum Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar spurningar á netfangið konnun@skagastrond.is og verður þeim spurningum svarað á vefsíðum sveitarfélaganna.

Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR mun annast skoðanakönnunina fyrir hönd sveitarfélaganna og fer hún fram í gegnum síma. Ráðgert er að hringingar vegna könnunar hefjist 22. september og verði lokið 1. október. 

Kynningarritið má finna hér en fer einnig í aldreifingu til allra heimila í Skagabyggð og á Skagaströnd sem og fyrirtækja.

 

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.