Skólahaldi frestað á morgun

Á morgun þriðjudaginn 14. janúar verður skólahald fellt niður í bæði Höfðaskóla og Barnabóli.

Færðin er slæm í öllum bænum og ekkert ferðaveður. Snjómokstur hefst kl 7:00 í fyrramálið og verður reynt að halda hreinu fyrir Víkina en að öðrum kosti verður reynt að halda Vetrarbrautinni opinni. Frekari upplýsingar verða settar inn á morgun.

 

Sveitarstjóri