Skólamötuneyti Höfðaskóla

Búið er að ráða matráð og aðstoðarmann í eldhús vegna skólamötuneytis Höfðaskóla en munu þeir taka til starfa á næstu dögum.

Foreldrum verður tilkynnt um það hvenær hægt verður að skrá börn í mat en fyrirkomulag verður með sambærilegu sniði og verið hefur síðustu ár.