Spákonufell - Gróðursetningar 2023

Áætlað er að gróðursetja um það bil 109.000 plöntur af fimm mismunandi trjátegundum í Spákonufell í ár. Mest verður gróðursett af birki eða tæplega 39.000 plöntur. Sitkagreni er um og yfir 31.000, stafafura rúmmlega 24.000 plöntur, rússalerki tæplega 11.000 plöntur og alaskaösp um 4000 stykki. Samið hefur verið við verktakann Þórarinn Sveinsson um að sinna verkinu og er áætlað að gróðursetningin taki um 36 dagsverk.

Einnig hefur verið samið við Þórarinn að bera á tilbúinn áburð á gróðursetningar frá 2022 og gróðursetningar 2023. Miðað er við að gróðursetningar hefist í byrjun júní.

Skógræktin / Icelandic Forest Servise