Styrktartónleikar Skátakórsins og Kórs Hólaneskirkju

Laugardaginn 18. maí  kl. 16:00 verða haldnir tónleikar í Hólaneskirkju til styrktar fjölskyldu hér Skagaströnd, en fjölskyldufaðirinn glímir við erfið veikindi.

Sveitarfélagið hvetur alla til þess að styðja við þetta góða málefni og fjölmenna í kirkjuna til að hlusta á ljúfan söng.

Það er enginn aðgangseyrir inn á tónleikana en tekið verður á móti frjálsum framlögum.

 

Sveitarstjóri