Styrkur vegna Sameiginlegrar forvarnaráætlunar fyrir Norðurland vestra

Félags- og skólaþjónustu A-Hún hlaut í gær styrk úr Sprotasjóði Rannís sem nemur 4.000.000 kr. til gerðar á Sameiginlegri forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra. Berglind Hlín Baldursdóttir fræðslustjóri A-Hún er ábyrgðaraðili og forsvarsmaður verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að búa til sameiginlega forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla mun að farsæld allra barna á svæðinu. Forvarnir eru til alls fyrst. Áætlunin mun gilda fyrir öll börn á leik/grunn og framhaldsskóla aldri á svæðinu og verður öllum aðgengileg á heimasíðum
sveitarfélaganna á Norðurland vestra.

Lögð verður áherlsa samvinnu skóla og skólastiga, starfsmanna skóla, nemenda, foreldra, heilsugæslu, skólayfirvalda, félags og skólaþjónustu, sveitarfélaga og annarra hagaðilla.

Er Berglindi óskað innilega til hamingju með styrkinn og þetta frábæra verkefni.