Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 27. september kl. 11. 00

Skagastrandarprestakall

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 27. september kl. 11. 00

Kæru vinir, í ljósi aukinna smita undanfarið höfum við í kirkjunni tekið þá ákvörðun að fresta að sinni hefðbundinni messu. Við lítum svo á að það sé óábyrgt að boða til samverustundar með fullorðnum safnaðarmeðlimum og kórfólki. Við erum ennþá að læra að lifa með Covid-19.

 

En við ætlum að hafa sunnudagaskóla, sem verður með

hefðbundnu sniði. Við biðjum fallegra bæna, syngjum, hlustum á Biblíusögu og sjáum leikrit.

 

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti leiðir okkur í safnaðarsöng og Bryndís prestur heldur utanum stundina. Börnin fá fjársjóðskistu og myndakort með orði dagsins, sem þau geyma svo í fjársjóðskistunni. Það verður ekki boðið upp á veitingar á kirkjuloftinu eftir samveruna í kirkjuskipinu.

Fermingarbörn vetrarins eru velkomin.

KIRKJULEGT STARF Á HAUSTMISSERI

Sunnudagaskóli alla sunnudaga í Hólaneskirkju kl.11.00.

Æskulýðsfélag Hólaneskirkju á mánudagskvöldum kl. 20.00 - 21.30.

TTT - starf fyrir börn tíu til tólf ára á þriðjudögum kl. 13.45 - 15.00.

Fermingarfræðsla: Annan hvern þriðjudag kl. 15.15 - 16.30.

Fyrsta samvera og fræðsla verður 29. sept.

Sæborg: Prestur kemur í heimsókn eftir að það má á miðvikudögum frá kl. 11.00—13.00.

Viðtalstímar við prest eftir samkomulagi.

Guð blessi þig

Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur sími: 452 2695 / 860 8845.

bryndis.valbjarnardottir@kirkjan.is

Facebook: Skagastrandarprestakall