Tilkynning frá HSN - Bólusetning vegna Covid-19

Nú ættu allir íbúar Austur-Húnavatnssýslu 16 ára og eldri að vera búnir að fá boð í fyrri bólusetningu gegn Covid-19. Ef einhverjir hafa ekki fengið boð eða af einhverjum öðrum ástæðum ekki fengið bólusetningu, hafið samband við heilsugæsluna í síma 4324100 virka daga milli kl 08:00 og 16:00.

Nú er einnig komið að því að þeir sem veikst hafa af Covid-19 fyrir meira en 3 mánuðum verði bólusettir og eru þeir beðnir bóka tíma á heilsugæslunni.