Hættuástand á Þverárfjalli

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli.

Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir 3 m. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni.

Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi.

https://www.rarik.is/frettir/haetta-vegna-snjosofnunar-undir-haspennulinum