Tilkynning frá RARIK

Rarik stendur núna í framkvæmdum við aðveitustöðina á Fellsmelum.

Aðveitustöðin er miðpunktur dreifikerfisins á Skagastönd og í Skagabyggð. Stöðin er tengd við flutningskerfi Landsnets við Laxárvatn. Um er að ræða bæði byggingarframkvæmdir þ.a. spennirinn fyrir dreifikerfið mun verða innanhúss. Einnig er verið að endurnýja háspennurofa stöðvarinnar.

Við uppsetningu á nýjum háspennurofum og tengingu þeirra í stað eldri háspennurofa verður rafmagnslaust í allt að 3 klst. á hverju svæði. Vinnan mun fara fram frá kl. 13:00 þri. 22. nóv. til kl. 03:00 mið. 23. nóv.

Tilkynningar verða sendar út á mánudaginn þ.a. viðskiptavinir sem eru með skráð gsm-nr. eða tölvupóst munu fá SMS-boð eða tölvupóst um áætlað rafmagnsleysi og hugsanlegar truflanir á þeirra svæði.