Eins og margir hafa séð verður Stóri Plokkdagurinn haldinn næstkomandi sunnudag. Ákveðið var að bregða út af vananum og halda Umhverfisdag sveitarfélagsins þann 8. maí nk. í staðinn. Því verður ekki sérstakt hreinsunarátak í sveitarfélaginu í tengslum við Plokkdaginn um næstu helgi þó öll séu hvött til að skella sér út að plokka sem hafa gagn og gaman af!
Fyrirkomulag Umhverfisdags verður svo auglýst þegar nær dregur og vonumst við eftir góðri þátttöku.
Sveitarstjóri