Á síðasta aðalfundi var tekin ákvörðun um að senda út félagsgjöld fyrir Ungmennafélagið Fram. Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum eru komnir inn á heimabanka hjá skráðum félögum í félaginu. Gjöldin eru valgreiðslukröfur og því engin skylda að greiða en öll framlög eru vel þegin. ATH þó skráðir séu eindagi og gjalddagi á kröfurnar leggjast ekki dráttarvextir eða annar kostnaður á þær eftir eindaga.
 
 
Ungmennafélagið Fram heldur uppi öflugu starfi á Skagaströnd sem er ekki sjálfgefið í litlu samfélagi, takk fyrir ykkar framlag
