Úrslit í ljósmyndakeppni Gleðibankans 2022

Alls bárust 112 myndir í flokkana sex. Sérstök valnefnd valdi fimm myndir í hverjum flokki sem voru síðan til sýnis um sjómannadagshelgina. Tæplega 200 manns tóku þátt í kosningu um bestu myndina í hverjum flokki.

Gleðibankinn óskar sigurvegurunum til hamingju, þakkar öllum þeim sem sendu inn myndir og þeim sem tóku þátt í kosningunni.