Úrslit Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum (myndin er fengin að láni frá heimasí…
Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum (myndin er fengin að láni frá heimasíðu Höfðaskóla)

Í gær fór fram Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi, eða Stóra upplestrarkeppnin eins og hún heitir á landsvísu. Keppnin fór fram á Húnavöllum þar sem 12 flottir nemendur tóku þátt, þrír frá hverjum skóla í sýslunni. 

Nemendur Höfðaskóla hér á Skagaströnd stóðu sig með stakri prýði og röðuðu sér í efstu þrjú sætin.

Sveitarfélagið óskar þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

Sveitarstjóri