Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis

Þann 13. ágúst sl. hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis sem fram fara laugardaginn 25. september nk.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:

  • Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga, hjá Alexöndru Jóhannesdóttur skipuðum kjörstjóra, eða Arnóri Tuma Finnssyni til vara.
  • Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, kl. 12:00 – 16:00 virka daga, hjá Guðmundi Jónssyni skipuðum kjörstjóra, eða Gunnari Rögnvaldssyni til vara.

Þriðjudaginn 21. september og fimmtudaginn 23. september nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og í sýsluskrifstofu á Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á skrifstofunum frá 13:00 – 15:00. Aðrir kjörstaðir skv. framangreindu munu auglýsa sérstaklega komi þar til aukins opnunartíma.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar á hverjum stað.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.