Vatnsdælurefilinn sem er lengsti refill í heimi og sá fyrsti sem hafinn var á Íslandi verður formlega afhentur samfélaginu í Austur Húnavatnssýslu af Jóhönnu Pálmadóttur við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Blönduósi 29. ágúst klukkan 17:00.
Refillinn er einstakt listaverk sem fangar menningarsögulegan arf svæðisins eftir 12 ára vinnu fjölda handverksfólks. Refillinn verður hengdur upp í fullri lengd og verður til sýnis líka á laugardeginum.