Vegna covid smita í sveitarfélaginu

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá aðgerðarstjórn eru 5 smit á Skagaströnd og 19 íbúar í sóttkví.
 
Brýnt er fyrir íbúum að sýna aðgát, reyna að takmarka samskipti við aðila utan heimilis eins og hægt er og halda áfram að sinna einstaklingssóttvörnum.
Mikilvægt er að huga að heilsu sinni og halda sig heima ef veikinda verður vart.
 
Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega viðkvæmir fyrir veirunni og ættu því að kanna í samráði við stjórnendur á sínum vinnustöðum þann möguleika að vinna heima við eins og frekast er unnt, verði því komið við.
 
Viðbrögð sveitarfélagsins vegna staðfestra smita í samfélaginu:
 
1. Vegna staðfests smits í Höfðaskóla verða allir nemendur grunnskólans í úrvinnslusóttkví þar til frekari upplýsingar koma frá smitrakningarteyminu. Mikið álag er á rakningarteyminu og því verður skólinn lokaður bæði fimmtudag og föstudag.
 
Úrvinnslusóttkví: Meðan verið er að vinna að smitrakningu eru hópar nemenda og/eða starfsmanna sett í úrvinnslusóttkví. Í smitrakningu er verið að skoða hverjir hafa mögulega smitast af einhverjum sem er með Covid-19. Í úrvinnslusóttkví gilda sömu reglur og á við um sóttkví. Úrvinnslusóttkví gildir í innan við 48 klst.
 
2. Vegna útbreiðslu smita verður skrifstofa sveitarfélagsins lokuð frá og með fimmtudeginum 13. janúar þangað til annað verður tilkynnt.
 
3. Vegna útbreiðslu smita er lokað fyrir heimsóknir á Sæborg.

 

Sveitarstjóri