Viðvera ráðgjafa á sviði ferðamála á Skagaströnd

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, verður með viðveru á skrifstofu SSNV á Skagaströnd miðvikudaginn 16. september kl.: 10:00 - 12:00.
Sérsvið Davíðs er allt sem viðkemur ferðaþjónustu s.s. leyfismál, markaðssetning og vöruþróun.
Nú stendur yfir umsóknarferli fyrir Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og því kjörið tækifæri að fá upplýsingar tengt því.

Vinsamlegast hafið samband á david@ssnv.is til að bóka tíma.