Vinnuskóli og sumarvinna byrjar á morgun 19. júní

Vinnuskóli og sumarvinna fyrir ungmenni í sveitarfélaginu hefst miðvikudaginn 19. júní nk.!

Þeir nemendur sem skráðir eru í Vinnuskólann og bæjarvinnu framhaldsskólanema eru beðnir um að mæta stundvíslega kl. 9:00 niður í áhaldahús þann 19. júní nk. þar sem Berta Cantero Prat og Bruna Molins Joaquin taka á móti starfsmönnum Vinnuskóla og sumarvinnu.

Daglegur vinnutími er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga, ekki er unnið á föstudögum.

Starfsreglur

Reglur Vinnuskólans og sumarvinnu eru einfaldar og skýrar.

· Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.

· Sýna skal flokkstjórum kurteisi sem og öllum öðrum.

· Einelti er ekki liðið.

· Reykingar og vape eru stranglega bannaðar.

· Símar eru ekki bannaðir en ætlast er til að notkun sé í hófi.

Fatnaður

Starfsmenn Vinnuskóla og sumarvinnu skulu leggja sér til allan vinnufatnað en sveitarfélagið leggur til öryggisvesti sem öllum er skylt að nota sem og aðrar persónuhlífar þar sem við á. Öllum er ráðlagt að merkja fatnað, skó og stígvél.

Engin ábyrgð er tekin á fötum eða öðrum hlutum sem nemendur taka með sér á vinnustað.

Brot á starfsreglum getur þýtt brottvísun að undangenginni áminningu.

Símar Vinnuskólans

Áhaldahús: 4522607 / Villi Harðar: 8933858

Netfang Vinnuskólans er ahaldahus@skagastrond.is