Fréttir

10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar🎈🎈🎈

Vinnustofa með málm og gler Lærðu að búa til fjölbreytta hluti á 8 kvölda námskeiði í silfur- og gullsmíði. Hannaðu og búðu til þinn eigin silfurhring og aðra skartgripi eða skrautmuni. Hentar byrjendum jafnt sem öðrum. Leiðbeinandi: Tosca Teran (Kanada) Þátttökugjald: Aðeins efniskostnaður 9,500kr Hámarksfjöldi: 5-8 manns, Dagsetningar: 5. – 7. – 12. – 14. – 19. – 21. – 26. og 28. júní nk. Staður: Nes Listamiðstöð, Fjörubraut 8, Skagaströnd Skráning: Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is Um leiðbeinandann Tosca Teran er fjöllistamaður frá Toronto, Kanada, Hann hefur unnið með málma, tölvur og hreyfimyndir síðan á níunda áratugnum. Sjá heimasíðu hennar https://toscateran.com/ Olía, sandur og pappír – Gerð hreyfimynda Í þessari tveggja daga vinnustofu verða gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir til að búa til stutt tónlistarmyndband. Við munum nota pappír, olíu á gleri og fleiri aðferðir sem til samans munu breyta teikningum í hreyfimyndir. Þátttakendur þurfa að koma með myndavél (við þurfum 3 vélar fyrir hvert hópverkefni), ýmiss konar efnivið (litaðan pappír, pensla, skæri, olíumálningu, vatnsliti og fleira) og frjótt ímyndunarafl. Leiðbeinandi: Jérémy Pailler (Frakkland) Þátttökugjald: Ókeypis Hámarksfjöldi: 10 manns Dagsetning: 9. og 10. júní 2018, kl. 10:00-17:00, báða dagana Staður: Gúttó, Sauðárkróki Skráning: Erla Einarsdóttir 6987937 eða nes@neslist.is Um leiðbeinandann Jeremy Pailler er myndlistarmaður með áherslu á sjónræna list. Hann hefur skrifað ritgerð um hreyfimyndir og er virkur á fjölmörgum sviðum kvikmyndagerðar. Sjá vefsíðu hans og dæmi um hreyfimyndir. http://www.jeremypailler.com/films/ Námskeið í teikningu (umhverfi okkar) Í þessari vinnustofu er áherslan lögð á náttúruna í kringum okkur, m.a. með gönguferðum og söfnun sýnishorna til að teikna. Við teiknunina verður tekið tillit til áhugasviðs þátttakenda, s.s. með notkun vatnslita, prentunar, fjölþættra efna og textagerðar. Leiðbeinandi: Pam Posey (Bandaríkin) Þátttökugjald: Ókeypis Hámarksfjöldi: 6-8 manns, (fullorðnir) Dagsetning: 10 júní 2018, kl. 13.00-17.00 Staður: Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes – kjallari Skráning: Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is Námskeið í teikningu (litlir hlutir) Hér er áherslan lögð á náttúrulega smáhluti í umhverfinu. Þátttakendur munu læra margvíslegar teikniaðferðir, notkun vatnslita, prentun, margmiðlunartækni og fleira. Leiðbeinandi: Pam Posey (Bandaríkin) Þátttökugjald: Ókeypis Hámarksfjöldi: 6-8 manns, (fullorðnir) Dagsetning: 20 júní 2018, kl. 18.30-22.30 Staður: Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes – kjallari Skráning: Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is Um leiðbeinandann Pam Posey býr í Los Angeles og vinnur fyrst og fremst með náttúruna í sinni myndlist. Þetta er í fjórða sinn sem Pam dvelur í Nes listamiðstöð. Vefsíða: https://www.pamposey.org/ Bókagerð Í þessari vinnustofu listamannsins Ron Linn munu þátttakendur nota náttúru og umhverfi Skagastrandar sem innblástur og efnivið til að búa til eigin myndlistarbók. Fyrri daginn verður efniviður úr náttúrunni nýttur til að búa til fallega og þrykkimyndir sem verður svo nýttur til bókagerðar. Seinni daginn verður unnið einfalt bókband þar sem stuðst er við brot og skurð. Áherslan er á verkferlum sem eru öllum aðgengilegir án þess að krefjast tækja til bókbands og prentunar. Leiðbeinandi: Ron Linn (Bandaríkin) Þátttökugjald: Ókeypis Hámarksfjöldi: 12-15 manns, Dagsetning: 9. og 16. júní, kl. 10.00-13.00 Staður: Nes Listamiðstöð, Fjörubraut 8, Skagaströnd Skráning: Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is Um leiðbeinandann Ron Linn er fjöllistamaður frá Oregon í Bandaríkjunum, með áherslu á teikningu. Hann vinnur með tengsl á milli manngerðar og mannlausrar náttúru með því að kanna minningar, dulúð og sögur. Hann kennir nú við Brigham Young háskólann í Utah, USA. Vefsíða: http://ronlinnportfolio.com/ Blau-hvítar myndir Á þessu námskeiði vinnur þú međ sólarljósiđ, til ađ prenta bláhvítar ljósmyndir. Þátttakendur búa til ljósmyndir með því að nota hluti eins og blóm, fjaðrir, hnappa o.s.frv. sem framkallast beint á pappír í fallegum bláum og hvítum ljósmyndum. Þetta er frekar auðveld tækni og hentar öllum 12 ára og eldri. Leiðbeinandi: Danielle Rante (Bandaríkin) Þátttökugjald: Aðeins efniskostnaður – 1,000kr Hámarksfjöldi: 15-20 manns, 12 ára og eldri Dagsetning: 17. júní 2018, kl. 13.00-16.00 Staður: Menningarfélag Húnaþings vestra Eyrarland 1, 530 Hvammstangi Skráning: Greta Clough 611 4694 eða nes@neslist.is Um leiðbeinandann Danielle Rante er myndlistarkona sem býr í Dayton, Ohio í USA. Hún starfar nú við Wright State háskólann í Ohio. Sjá heimasíðu hennar https://www.daniellerante.com/

Fjöruhreinsunarátak Höfðaskóla

Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla fóru út úr skólanum þriðjudaginn 29. maí og eyddu skóladeginum í að tína rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Tíundu bekkingar fóru þó lengra því þeir hreinsuðu rusl í Kálfhamarsvík og víkinni norðan við hana. Sjötti og sjöundi bekkur byrjuðu sinn leiðangur í Bæjarvíkinni á Finnstaðanesinu og gengu svo alla leið heim að Salthúsinu með pokana sína. Krakkarnir í áttund og níunda bekk gengu síðan leiðina frá Vinhælisstapanum og heim að Bjarmnesi. Á svæðinu við Kálshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en ca 95% af því var alls konar plastefni. Þar voru áberandi stuttir grænir nælonspottar eins og eru í trollum togara og snurvoðarbáta. Greinilega var um að ræða afskurð sem til fellur þegar verið er að gera við trollið og er hér með farið fram á það við sjómenn að þeir passi betur upp á þessa litlu spotta þannig að þeir fari ekki í sjóinn. Á leiðinni frá Finnstöðum og heim tíndust upp 220 kg af alls kyns rusli meðal annars nokkur gömul dekk og netadræsur auk alls plast- og járnaruslsins. Frá Vinhælisstapanum og heim voru dekk mest áberandi. Krakkarnir tíndu þau saman í stóran haug en síðan voru þau sótt á kerru og með dráttarvél. Giska má á að hér hafi verið um 60 – 70 dekk og dekkjarifrildi. Auk þess var tínt mikið af plasti eins og á hinum stöðunum. Í þessu hreinsunarátaki, sem er hluti af umhverfismennt skólans, var nemendunum uppálagt að skipta sér ekki af spýtum né fuglshræum sem telja má að séu “eðlilegir‘‘ hlutir í fjörum landsins enda eyðast þeir með tímanum öfugt við plastið sem sagt er að endist a.m.k 500 ár í náttúrunni. Nemendur voru sammála um að það kom þeim á óvart hve mikið af plastrusli þau fundu og áttu erfitt með að ímynda sér hve mikið af því væri þá í hafinu við strendur landsins fyrst svo mikið rekur í fjörurnar. Myndirnar tók James Kennedy

Mynd vikunnar

Skemmtisigling á sjómannadegi er ómissandi hluti hátíðahaldanna á Skagaströnd og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Hér kemur Ólafur Magnússon Hu 54 úr einni slíkri siglingu í renniblíðu með fullan bát af glöðu fólki. Myndina tók Ingibergur Guðmundsson á sjómannadaginn árið 2000. Senda upplýsingar um myndina

Hetjur hafsins – Sjómannadagurinn á Skagaströnd 2018

Fimmtudagur 31. Maí 2018 Kl. 19-20 Björgunarsveitin Strönd gengur í hús og bíður til sölu sjómannamerkið Kl. 20:00 – 22:00 Æfingar fyrir kappróður Föstudagur 1. Júní 2018 Kl. 18:00-19:00 Sundlaugargleði – tónlist og gleði Kl.20 Hátíðin Hetjur hafsins sett formlega með fallbyssuskoti á hátíðarsvæði Klukkan 20:15 – 21:00 Lokaæfingar fyrir kappróður 20:30 Sigling, útsýnissigling á Húnaflóa 21-22:30 Bjarnabúð: Tækjasýning og tónleikar í Bjarnabúð Á tónleikunum koma eftirfarandi hljómsveitir fram: Skagabandið/Gagnaver/Nýríki Nonni/Janus/Tíglar/Jójó Björgunarsveitin Strönd verður með sjoppu á tónleikunum Kl. 22:30 Friðrik Halldór trúbador spilar í Bjarmanesi Laugardagur 2. Júní 2018 Kl. 10:30 skrúðganga frá hátíðarsvæði til messu Kl. 11:00- 12.00 Messa í Hólaneskirkju, að lokinni messu verður lagður blómsveigur á minnisvarða um drukknaða sjómenn Kl. 13:30 Undirbúningur fyrir karnivalgöngu hefst við Höfðaskóla Kl. 14:00 Karnivalskrúðganga frá Höfðaskóla að hátíðarvæði Kl. 14:30 Skemmtidagskrá á hafnarsvæði – róðrar, leikir, fallbyssuskot, skemmtiatriði. Kl. 15:30 – 17:30 Hringekja og hoppukastali á skólalóð Kl. 16:00 Vigdís Viggósdóttir opnar ljósmyndasýninguna Haf og hagi í Bjarmanesi Sjómannadagsball og hátíðarkvöldverður 2. Júní 2018. Húsið opnar 18:30 borðhald hefist 19:15 Hljómsveitin Trukkarnir spila fyrir dansi Verð 9.900- fyrir mat og ball. Bara matur 6.900- -Áfengissala verður í húsinu til kl 22:00 (Opið er fyrir allan aldur í matinn.) Stakur miði á ball kostar 3.500- Sunnudagur 3. Júní 2018 Kl. 14:00-16:00 Lummukaffi í Árnesi Kl. 14:00-17:00 Húsdýragarður á Holtinu

Vinnuskóli á Skagaströnd

Vinnuskóli Skagastrandar hefst miðvikudaginn 6. júní 2018. Nemendur sem eru skráðir í vinnuskólann mæti við áhaldahús kl 9.00. Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Götusópun

Nú stendur yfir götusópun á Skagaströnd. Bæjarbúar eru vinsamlega beðnir að færa bíla sína frá svo sópurinn komist að og sem bestur árangur náist.

OPIÐ HÚS // SUNN 27 maí // 15.00 - 17.00

Literally, art is bursting out of the walls and spaces! Rock sculpture, fences, video, paintings, words, creativity and dreams...all congregating at Nes .... Come and have a chat with these artists and find out what on earth they are doing!

Mynd vikunnar.

Hvalreki Vorið 1992 fóru þessir þrír krakkar í fjöruferð í fjöruna fyrir neðan rækjuvinnsluna. Þar rákust þau á þennan smáhval - hnýðing - rekinn í fjörunni. Að sjálfsögðu létu þau vita af þessum merka fundi og fengu mynd af sér í Morgunblaðinu að launum. Krakkarnir eru frá vinstri: María Markovic, Eva Dögg Bergþórsdóttir og Sveinþór Ari Arason.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 26. maí 2018

AUGLÝSING UM KJÖRFUND Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga til sveitarstjórnar fer fram 26. maí 2018 í Fellsborg og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 21.00 Talning atkvæða verður á sama stað og gæti hafist um kl. 21.30 Kjörstjórnin

Rannsóknir á örplasti í Húnaflóa

Frá árinu 2012 hefur Sjávarlíftæknisetrið Biopol ehf, yfir vor og sumarmánuði, fylgst með eðlis- og lífffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd. Í þessum sýnatökum hefur hitastig og selta verið mæld á mismunandi dýpum og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Einnig hafa sérstök sýni verið tekin til þess að fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Starfsmaður var í upphafi þjálfaður til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi. Fljótlega fór þessi samviskusami starfsmaður að veita athygli torkennilegum þráðum í mörgum litum sem sáust undir víðsjánni við lirfutalningarnar. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða plastþræði sem ákveðið var að telja ásamt kræklingalirfunum. Í vor var síðan ákveðið að taka þessa talningu á plastþráðum alvarlegri tökum í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem plastmengun í hafinu hefur fengið undanfarið. Í dag eru tekin vikulega sérstök sýni til þess að meta magn örplasts í Húnaflóa. Sýnatakan fer þannig fram að netháfi, sem hefur möskva sem eru 100 míkron (0,1mm) að stærð, er sökkt niður á 20 metra dýpi og síðan dreginn rólega upp á yfirborðið aftur. Við þá aðgerð er áætlað að í gegnum háfinn pressist 1413 lítrar af sjó og allar agnir sem er stærri en 100 míkron sitji eftir í háfnum. Innihaldi háfsins er síðan safnað í ílát og meðhöndlað á rannsóknastofu BioPol þar sem efni eru notuð til þess að leysa upp öll lífræn efni. Það sem eftir situr er í framhaldinu síað í gegnum síupappír og á honum koma því hugsanlegar plastagnir í ljós. Á meðfylgjandi mynd sem tekin er í gegnum víðsjá má sjá það sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í síðustu viku. Dæmi hver fyrir sig en okkur finnast þessar myndir frekar óhugnarlegar og varpa ljósi á að pastmengun í hafinu er ekki endilega bara vandamál sem snerta aðrar þjóðir og fjarlæg hafsvæði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol