12.01.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 14. janúar 2014 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Gjaldskrár sveitarfélagsins
Sæborg
Bjarmanes
Almannavarnir Húnavatnssýslna
Samkomulag um skipan almannavarnanefndar
Fundargerð almannavarnanefndar, 22.05.2014
Snjómokstur á Skagaströnd
Bréf:
Evu Dísar og Tönju Ránar, dags. 2. janúar 2015
Consello ehf, dags. 2. janúar 2015
Umhverfisstofnunar, dags. 30. desember 2014
Ungmennafélags Íslands, dags. 12. desember 2014
Ungmennafélags Íslands, dags. 10. desember 2014
Fundargerðir:
Atvinnu- og ferðamálanefndar, 18.12.2014
Stjórnar Róta bs. 26.11.2014
Stjórnar SSNV, 4.11.2014
Stjórnar SSNV, 4.12.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf. 12.12.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
09.01.2015
Starfsfólk Höfðaskóla veturinn 1961 - 1962.
Aftari röð frá vinstri:
Páll Jóhannesson (d. 29.1.1989) hús- og gangavörður,
Gestheiður Jónsdóttir (d. 6.11.2010) ræstitæknir,
María Magnúsdóttir kennari, Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) kennari
og Eiríkur Kristinsson (d. 4.10.1994) kennari.
Fremri röð frá vinstri:
Jón Pálsson kennari, séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996)
prófdómari og kennari,
Páll Jónsson (d. 19.7.1979) skólastjóri og Sveinn Ingólfsson kennari.
05.01.2015
Bæjarmálafélagið boðar til fundar í Fellsborg, miðvikudaginn 7. Janúar kl. 17.00.
Fundarefnið er auðvitað málefni samfélagsins okkar og við byrjum á að glugga aðeins í fjárhagsáætlun ársins 2015.
Vanti einhver svör við spurningum sem upp kunna að koma í sambandi við áætlunina, mun sveitarstjórinn mæta og útskýra frekar ef þarf.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest sem áhuga hafið.
Bæjarmálafélagið
30.12.2014
Gleðilegt nýtt ár 2015
Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleðilegs og
farsæls nýs árs.
Við þökkum öllu því góða fólki sem hefur aðstoðað okkur á árinu með innsendum athugasemdum og leiðréttingum og öllum þeim sem sýnt hafa safninu áhuga og velvilja á annan hátt.
Myndina tók Ásdís Birta Árnadóttir og sendi inn
í ljósmyndakeppni Skagastrandar árið 2010.
Ljósmyndasafn Skagastrandar
30.12.2014
Jólatónleikar
Kirkjukór Hólaneskirkju heldur jólatónleika í
Blönduóskirkju sunnudaginn 4. janúar kl 20:00.
Komið og eigið með okkur hugljúfa og notalega
kvöldstund og öðlist hinn sanna jólaanda.
Aðgangseyrir 1000 kr. sem rennur í ferðasjóð kórsins.
Ekki posi á staðnum
Tónlistarstjóri:
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
Hljómsveit:
Guðbjartur Vilhjálmsson
Guðmundur Egill Erlendsson
Jón Ólafur Sigurjónsson
Laufey Lind Ingibergsdóttir
Skarphéðinn Einarsson
Valgerður Guðný Ingvarsdóttir
Einsöngvarar:
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
Hafþór Gylfason
Halldór Gunnar Ólafsson
Helga Dögg Jónsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Herdís Þórunn Jakobsdóttir
Jenný Lind Sigurjónsdóttir
Jón Ólafur Sigurjónsson
María Ösp Ómarsdóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Sigrún Rakel Tryggvadóttir
Hljóðblöndun:
Ævar Baldvinsson
Styrktaraðilar:
Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli
Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar
29.12.2014
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Strandar og UMF. Fram verður í húsnæði RKÍ að Vallarbraut 4
Opnunartímar verða sem hér segir:
Sunnudaginn 28.des. kl. 18-22
Mánudaginn 29.des. kl. 14-22
Þriðjudaginn 30.des. kl. 14-22
Miðvikudaginn 31.des. kl. 10-16
Selt verður í Skagabyggð þriðjudaginn 30. des
Flugeldasalan er ein aðal fjáröflunarleið björgunarsveitarinnar Strandar og U.M.F. Fram.
Skagstrendingar og nærsveitamenn, verslum í heimabyggð það er allra hagur.
A.T.H að börn og unglingar 16 ára og yngri fá ekki að versla flugelda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum og munið ábyrgðin er ykkar.
27.12.2014
Nes listamiðstöð hefur opið hús í dag laugardaginn 27. desember kl 15-17.
Á meðan á opnu húsi stendur mun Julie Pasila taka andlitsmyndir af fólki en Steffi og Paula munu elda súpu og spjalla við gesti frá 15:30-16:30. Súpan verður borin fram kl 16:30
Ben Freedman (Kanada), Jessica Mathews (USA), Julie Pasila (Kanada), Makiko Nishikaze (Japan/Þýskalandi) Maja Horton (UK), Paula Ordonhes (Brasilíu), Ryo Yamauchi (Japan), Steffi Stangl (Þýskalandi)
22.12.2014
Vegna mikilla anna fara jólasveinarnir ekki af stað með jólapóstinn fyrr en kl. 16 á Þorláksmessudag. Endilega látið berast svo allir fái fréttir af.
"Brjálað að gera hjá þessum köllum "
Jólakveðja
Aðstoðamenn jólaveinanna
22.12.2014
Síðasti sorphreinsunardagur fyrir jól verður á morgun 23. desember. Húsráðendur eru minntir á að hreinsa snjó frá sorptunnum svo hreinsun geti gengið greiðlega fyrir sig. Ef sorptunnur eru ekki aðgengilegar verða þær ekki losaðar.
Gámastöðin við Vallarbraut verður opin á morgun 23. desember kl 16-18 og laugardaginn 27. desember kl 13-17.
Minnt er á að jólapappír er ekki endurvinnanlegur á að fara í almennt sorp.
Sveitarstjóri
22.12.2014
Á fundi atvinnumálanefndar 18. desember sl. kynnti Kristín B. Leifsdóttir verkefni sem hún vann við háskólann í Bifröst. Í verkefninu var leitað svara við spurningunni „Hver eru viðhorf Skagstrendinga til ferðaþjónustu og til frekari uppbyggingar hennar“?
Verkefni Kristínar er aðgengilegt hér á heimasíðunni.