28.04.2014
Hér með tilkynnist.
Að það hefur verið tekið á móti 10 framboðum
vegna Skagastrandarlistans.
og munu tveir vera í kjöri um fyrsta sæti:
Adolf H Berndsen – 1, ( eingöngu í fyrsta sæti ).
Óskar Ársælsson – 1-5, ( fyrsta til fimmta ).
Og átta sem gefa kost á sér, eingöngu í 2-5 sæti:
Steindór R Haraldsson
Péturína L. Jakobsdóttir
Gunnar Halldórsson
Róbert Kristjánsson
Baldur Magnússon
Halldór G Ólafsson
Jón Ólafur Sigurjónsson
Árný S. Gísladóttir
Sjáumst í kvöld kl. 20:00 í Fellsborg.
Fyrir hönd uppstillinganefndar,
Guðmundur Finnbogason.
28.04.2014
Leikrit um daglegt líf sem fléttast kringum lög við vinnuna eru upplífgandi og sálarbætandi, enda kannast allir við eitthvað af því sem þar er fjallað um.
Eitt af þessum verkum er Kardemommubærinn og gefst fólki nú gott færi á að skyggnast um stund inn í daglegt líf í þeim notalega bæ. Skólafélagið Rán stendur fyrir sýningu í Fellsborg þriðjudaginn 29.apríl næstkomandi. Njótið tilhlökkunarinnar.
Sýning hefst klukkan 18:00 og er miðaverð 1000 krónur.
23.04.2014
Hér er unnið við grjótnám í Höfðanum.
Grjótið var sprengt úr Höfðanum, síðan komið á bíl sem
flutti það í uppfyllingu við hafnargerðina.
Myndin var líklega tekin 1934 en þá var hafnargerðin í fullum gangi. Eins og sjá má eru tæknin við grjótnámið samkvæmt því sem þá þekktist.
Greinilega hefur derhúfan - "sixpensarinn" - þjónað því hlutverki sem öryggishjálmar gera í dag. Í baksýn sést Ægissíða sem nú er löngu horfin.
Myndina tók Björn Bergmann en mennirnir á myndinni eru óþekktir.
23.04.2014
Leikrit um daglegt líf sem fléttast kringum lög við vinnuna eru upplífgandi og sálarbætandi, enda kannast allir við eitthvað af því sem þar er fjallað um.
Eitt af þessum verkum er Kardemommubærinn og gefst fólki nú gott færi á að skyggnast um stund inn í daglegt líf í þeim notalega bæ. Skólafélagið Rán stendur fyrir sýningu í Fellsborg þriðjudaginn 29.apríl næstkomandi. Njótið tilhlökkunarinnar.
Upplýsingar um aðgangseyri og tímasetningu berast senn.
22.04.2014
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 9. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí –júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
15.04.2014
Laugardaginn 19. apríl heldur
kvenfélagið Eining sitt árlega páskabingó
í félagsheimilinu Fellsborg Skagaströnd.
Bingóið hefst kl 13:30
Aðgangseyrir:
Fullorðnir 1000 kr 1 spjald innifalið
12 ára og yngri 500 kr 1 spjald innifalið
Aukaspjald fyrir hlé kr 500
Aukaspjald eftir hlé kr 300
Í hléi verður boðið uppá skúffuköku, djús og kaffi
Fjöldi veglegra vinninga
Gleðilega páska!
Kvenfélagið Eining
14.04.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 15. apríl 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
Ársreikningur 2013 (fyrri umræða)
Atvinnumál
Bréf
Samorku dags. 1. apríl 2014
Rannsókna og ráðgjafar dags. í apríl 2014
Fundargerðir:
Fræðslunefndar, 14.04.2014
Hafnarnefndar, 09.04.2014
Stjórnar Róta bs, 21.02.2014
Stjórnar Róta bs, 27.02.2014
Skólanefndar FNV, 18.03.2014
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.03.2014
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 27.03.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 21.03.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
11.04.2014
Fundurinn verður sendur út í fjarfundabúnaðinn í Námsverinu á efstu hæðinni í Gamla Kaupfélags-húsinu og í búnaðinn á Þverbraut 1 á Blönduósi.
Taktu frá klukkutíma og kynntu þér þetta mál því það gæti gjörbreytt möguleikum þínum á atvinnumarkaðnum.
10.04.2014
Útbæingar
Skipting Skagastrandar í útbæ og innbæ var mun
meira áberandi á árunum 1950 - 1970 en hún er nú í dag.
Þá börðust fylkingar ungra út - og innbæinga með trésverðum
og öðrum slíkum vopnum með reglulegu millibili en eins og úr
öðrum stríðum heimsins kom ekkert út úr þeim orrustum nema
stöku blóðnasir.
Á þessari friðsemdarmynd eru nokkrir útbæingar framan við
Höfðabrekku (Bankastræti 10) einhverntíma kringum 1960.
Frá vinstri: Matthildur Hafsteinsdóttir Fossdal frá Dvergasteini,
Vigfús Elvan Friðriksson (d. 7.12.2001)
Höfðabrekku, Björn Hafsteinsson Fossdal, frá Dvergasteini
(bróðir Matthildar), Ólöf Smith (Lólý) Höfðabrekku,
Árni Björn Ingvarsson Sólheimum, Heiðar Elvan Friðriksson
Höfðabrekku, Örn Berg Guðmundsson (Assi) Höfðabrekku,
Ólafur Bernódusson Stórholti og Steindór R. Haraldsson
Höfðakoti.
Ef þú þekkir óþekktu krakkana endilega sendu okkur
þá athugasemd á netfangið :
ljosmyndasafn@skagastrond.is eða olibenna@hi.is .
10.04.2014
Í kvöld fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00
ætlar Svanhildur Gunnarsdóttir safnakennari hjá Árnastofnun að sýna fólki eftirlíkingu af þjóðargerseminni: Flateyjarbók.
Svanhildur mun einnig sýna áhöld og efni eins og þau sem notuð voru við ritun bókarinnar á sínum tíma. Fólk fær að skoða, handfjatla og prófa þau verkfæri til að átta sig betur á hvílíkt þrekvirki Flateyjarbók er. Auðvitað mun Svanhildur líka svara spurningum sem vakna um bókina og önnur fornrit sem við eigum saman í Árnastofnun.
Kynningin verður í Rannsóknasetrinu á Gamla Kaupfélaginu (gengið inn að vestanverðu) klukkan 20:00 í kvöld. Gríptu gæsina og komdu þó fyrirvarinn sé stuttur því þetta tækifæri kemur ekki aftur.
RANNSÓKNASETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á NORÐURLANDI VESTRA