20.08.2013
Mjög áhugaverð fræðsla í upphafi skólastarfs fyrir alla starfsmenn skóla Húnavatnssýslna.
Verkefni fræðsludagsins var tvíþætt, fyrir hádegi lærðu starfsmenn skólanna um grunnþátinn SJÁLFBÆRNI sem er einn af sex grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár. Í starfi skólanna í vetur verður tími notaður til að skoða hvað verið er að gera og hvað gera þarf frekar til að vinna í anda nýrrar aðalnámskrár og efla áherslur grunnþáttanna í skólastarfinu.
Ný aðalnámskrá og grunnþættirnir sex, læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun, eiga að vera öllu skólastarfi leiðarvísir og fyrirmynd um áherslur, vinnulag og framsetningu. Allt efnisval og inntak kennslu, leiks og náms skal mótast af grunnþáttunum.
Eftir hádegi lærðu starfsmenn hvernig nýta má spil til að efla ýmsa færni- og getu hjá nemendum og skemmta sér um leið.
Námskeiðið var skipulagt af skólastjórum grunnskólanna og Fræðsluskrifstofu A-Hún. og haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Þátttakendur voru 89 og lýstu þeir mikilli ánægju með daginn.
Mynd: Þátttakendur og leiðbeinendur.
16.08.2013
Skólasetning Höfðaskóla verður í Hólaneskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl 11:00. Að skólasetningu lokinni mæta nemdur í skólann til umsjónarkennara og taka við stundarskrám. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst skv. stundarskrá. Frístund og skólamötuneyti byrja einnig föstudaginn 23. ágúst. Innkaupalista vegna námsgagna má finna á vef skólans. (hér)
Skólastjóri
15.08.2013
Breyting á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022
Lega stofnpípu hitaveitu
Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti 30. júlí 2013 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í breyttri legu stofnpípu hitaveitu sunnan Vallarbrautar þar sem stofnpípan verður lögð austar en fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 9. júlí 2013 í mkv. 1:10.000, sjá heimasíðuna www.skagastrond.is
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra Skagastrandar.
Sveitarstjóri Skagastrandar
12.08.2013
Út er komin bókin – Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 – 2012.
Kirkja stóð á Spákonufelli a.m.k. frá því um 1300 og fram til 1928 er ný kirkja var vígð á Hólanesi.
Í bókinni er fjallað vítt og breitt um málefni kirkju og safnaðar á Skagaströnd og víðar og greint nokkuð frá því hvernig mál gengu fyrir sig á öldum áður.Jafnframt er tímanum fylgt allt til dagsins í dag og sagt frá fjölmörgum þáttum sem snertu viðfangsefni presta og safnaðar á hverjum tíma.
Í bókinni má m.a. finna upplýsingar um: hvaða prestar þjónuðu kirkjunum; hverjir sátu í sóknarnefndum; fyrstu konuna í sóknarnefnd; starfsemi kirkjukórsins; kirkjubyggingar; skrá um gjafir til kirkjunnar; breytingar á prestakallinu; ýmislegt um kirkjugarðinn; frásagnir af galdramálum sem og söguna að baki Lucinduvarðans og margt fleira. Í bókinni eru um 90 ljósmyndir.
Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd tók saman og skráði fyrrgreindar upplýsingar og gefur hann jafnframt bókina út. Útgáfan er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
07.08.2013
Loka þarf fyrir vatn á ofanverðri Bogabraut og
í Skeifunni eitthvað fram eftir degi,
vegna viðgerða á vatnslögn sem fór í sundur.
Bæjarverkstjóri
01.08.2013
Skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar verður lokuð föstudaginn 02.08.2013 vegna sumarleyfa
Sveitarstjóri
29.07.2013
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 30. júlí 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 1600.
Dagskrá:
1. Leiga á Bjarmanesi
2. Óveruleg breyting á aðalskipulagi
3. Önnur mál
Sveitarstjóri
23.07.2013
Þriðjudagur 23.07.213
Vegna óhapps við hitaveitulagnir fór vatnsleiðsla í sundur í Mýrinni.
Viðgerð verður hraðað eins og unt er, en gæti tekið 2-3 klst.
Bæjarverkstjóri
19.07.2013
Fimmtudaginn 18. júlí 2013 voru opnuð tilboð í verkið “Skagaströnd – Lenging Miðgarðs, harðviðarbryggja”.
Þrjú tilboð bárust í verkið:
1. Guðmundur Guðlaugsson kr. 35.802.000,-
2. Knekti ehf kr. 47.275.900,-
3. Ísar ehf kr. 45.871.000,-
Kostnaðaráætlun kr. 35.152.760,-
Spurt var um athugasemdir fyrir og eftir opnun en engar gerðar.
10.07.2013
Fimmtudagskvöldið 11. júlí 2013 verða gróðursettar
trjáplöntur í skógræktarreitinn ofan við
tjaldsvæðið á Skagaströnd.
Mæting kl. 20:00; allir velkomnir ,
Skógræktarfélag Skagastrandar