"Ég var einu sinni frægur"


eftir Jón Gunnar og snillingana þrjá

Verður í Fellsborg laugardagskvöldið 20. apríl kl. 20:00

Húsið opnar kl. 19:15

Stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal leika sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.

Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum.

Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!

Í sýninguna fléttast leikhústónlist úr þeim verkum sem hafa staðið upp úr á 50 ára leiklistarferli.
Skemmtunin er 70 mínútur að lengd, setið er til borðs og barinn er opinn. Sýningin er því tilvalin fyrir vinnuhópa, vinahópa, saumaklúbba eða bara fyrir fólkið af götinni sem vill koma og skemmta sér.

Leikstjóri: Jón Gunnar
Leikarar: Gestur Einar Jónasson, Þráinn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal