„Góður og fróður“ áhrif kennarans sem stjórnanda

Mjög áhugavert námskeið var haldið í gær fyrir alla kennara grunnskóla Húnavatnssýslna og grunnskóla Borðeyrar í upphafi skólastarfs.

 

Meginmarkmið námskeiðsins var að vekja kennara til umhugsunar um hlutverk sitt og hvaða aðferðir gagnist best til þess að ná góðum árangri í starfi. Fjallað var um hlutverk kennarans sem stjórnanda/leiðtoga og rætt um hvað einkennir góða kennara. Kynntar voru  aðferðir sem gagnast kennurum í samskiptum sínum við nemendur og í bekkjarstjórnun. Gefin voru dæmi um leiðir sem kennarinn geta farið til þess að draga úr neikvæðri hegðun nemenda og byggja upp jákvæðan skólabrag.

 

Námskeiðið, sem var á vegum Fræðsluskrifstofunnar og haldið í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, sóttu 70 kennarar

 

Kennarar námskeiðsins voru:  Helgi Arnarson skólastjóri,  Hjördís Jónsdóttir kennari og Margrét Karlsdóttir kennari.

Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með daginn.

 

Myndir: Þátttakendur og  Leiðbeinendur.