„Um áætlunarakstur milli Skagastrandar og Blönduóss.

Eins og Skagstrendingar og nærsveitamenn hafa væntanlega tekið eftir þá þurfa farþegar, sem eru að koma eða fara á leiðinni Skagaströnd – Blönduós, að hafa samband við sérleyfishafa leiðarinnar milli Reykjavíkur - Akureyrar með a.m.k. 6 tíma fyrirvara til að fá þjónustu. Þetta er í samræmi við útboð Vegagerðarinnar og samnings hennar og Hópferðamiðstöðvarinnar-TREX frá því í nóvember s.l.. Til að njóta þjónustunnar er hægt að hafa samband við  umsjónarmann leiðarinnar, Óskar Stefánsson í  GSM 699 3219 eða við Hópferðamiðstöðina – TREX í síma 587 6000.“

 Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri

Hópferðamiðstöðin/TREX

Hestháls 10, 110 - Reykjavík.

Sími 587 6000, Fax 567 4969,

www.trex.is - www.vesttravel.is